top of page

HVAÐ ER NETFÍKN?

Púlsstýringartruflanir (impulse control disorder) er flokkur geðraskana sem einkennist af hvatvísi. Fólk með púlsstýringatruflarnir geta ekki staðist freistingu og eru oft vanhæf til að segja ekki það sem þeim finnst um hluti. 

Fyrir suma er netið bara frístundagaman en fyrir aðra er það atvinna þeirra. Ráðamenn eru duglegir að hvetja fólk að nýta sér netið og segja að það sé framtíðin, en hvenær verður netnotkunin þá að fíkn? Erfitt er að skilgreina netnotkun sem fíkn því erfitt er að finna mörkin þar sem frístundagamanið er orðið að fíkn. Hægt er að skilgreina netnotkunina sem fíkn þegar fólk er byrjað að nota það þegar það á að vera í vinnunni eða skólanum og forgangsraðar netið fyrir vinnuna eða skólann. Líka þegar fólk er sífellt pirrað og búið að snúa sólarhringnum við. Netfíkn er ekki talin geðræn röskun af nýjustu útgáfu greiningarkerfis bandarísku geðlæknasamtakanna; DSM-IV. Hún er ekki í formlegu greiningarkerfi en ef hún myndi rata þangað væri hún líklegast skipuð í flokkinn röskun í hvatastjórnun (impulse control disorder).

 Fíkn er skilgreind af áráttu og þráhyggjuhegðun, Áframhaldandi notkun þrátt fyrir óhagstæðar afleiðingar , Að missa stjórn (hér: á netnotkun sinni) .  

Er netið nýja nikótínið?

bottom of page